Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
menningargeirar og skapandi greinar
ENSKA
cultural and creative sectors
Svið
sjóðir og áætlanir
Dæmi
[is] ... menningargeirar og skapandi greinar: allir geirar þar sem starfsemin byggist á menningarlegum gildum og/eða listrænu og öðru skapandi tjáningarformi, hvort sem starfsemin er markaðsmiðuð eða ekki, hvernig sem framkvæmdarskipulagi hennar er háttað og án tillits til þess hvernig skipulagið er fjármagnað. Þessi starfsemi tekur til þróunar, sköpunar, framleiðslu, miðlunar og varðveislu á vörum og þjónustu, sem felur í sér menningarleg, listræn eða önnur skapandi tjáningarform, ásamt tengdri starfsemi á borð við menntun eða stjórnun.

Menningargeirar og skapandi greinar ná m.a. yfir byggingarlist, skjalasöfn, bókasöfn og önnur söfn, listrænt handverk, hljóð- og myndmiðlun (þ.m.t. kvikmyndir, sjónvarp, skjáleiki og margmiðlun), áþreifanlegan og óáþreifanlegan menningararf, hönnun, hátíðahöld, tónlist, bókmenntir, sviðslistir, útgáfustarfsemi, útvarp og sjónlistir, ...

[en] ... cultural and creative sectors means all sectors whose activities are based on cultural values and/or artistic and other creative expressions, whether those activities are market- or non-market-oriented, whatever the type of structure that carries them out, and irrespective of how that structure is financed. Those activities include the development, the creation, the production, the dissemination and the preservation of goods and services which embody cultural, artistic or other creative expressions, as well as related functions such as education or management.

The cultural and creative sectors include inter alia architecture, archives, libraries and museums, artistic crafts, audiovisual (including film, television, video games and multimedia), tangible and intangible cultural heritage, design, festivals, music, literature, performing arts, publishing, radio and visual arts;

Rit
[is] Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1295/2013 frá 11. desember 2013 um að koma á fót áætluninni Skapandi Evrópa (20142020) og um niðurfellingu ákvarðana nr. 1718/2006/EB, nr. 1855/2006/EB og nr. 1041/2009/EB

[en] Regulation (EU) No 1295/2013 of the European Parliament and of the Council of 11 December 2013 establishing the Creative Europe Programme (2014 to 2020) and repealing Decisions No 1718/2006/EC, No 1855/2006/EC and No 1041/2009/EC

Skjal nr.
32013R1295
Önnur málfræði
fleiri en eitt aðalorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira